Keyrðum frá Turi til Parnu sem er sumardvalarstaðurinn í Eistalandi. Huggulegur bær við ströndina en hér skilst mér að ströndin þessi hvíta, breiða og fallega sé um 550 km. Teygir sig auðvitað bæði til Lettlands og Litháen.
Erum hér á glæsihóteli miklu sem heitir Estonia spa and report hotel. Hér höfum við hugsað okkur að liggja í algjörri leti og njóta alls þess sem hótelið hefur uppá að bjóða. Sem er ekki lítið !
Á spa svæðinu er stór innisundlaug með alls konar heitum pottum, nuddi og bunum. Hér er fjöldinn allur af sánum og gufuböðum með alls konar upplifunum. Enn sem komið er elska ég mest aroma sánu og salt sánuna ! Það er tær snilld.
Annars undirbjuggum við eins og aðrir okkur fyrir leik Frakka og Íslendinga. Grófum upp stað þar sem mótorhjólamenn hittast og horfa á leiki og vorum það í gærkvöldi. Þar voru eingöngu stuðningsmenn Íslands þó að við höfum verið einu Íslendingarnir á staðnum. Þetta var bara gaman þó að við hefðum ekki skilið eitt einasta orð af því sem sagt var. Mikið sem okkar menn eru búnir að standa sig vel og gleðja þjóðina. Svo ekki sé nú talað um auglýsinguna sem landið hefur fengið út á þennan árangur. Það er hreint út sagt með ólíkindum að hver einasti maður hér þekkir liðið og Ísland. Og vel að merkja það halda allir með okkar mönnum - allir !
No comments:
Post a Comment