Einu sinni í mánuði er "þrifa og viðhalds dagur" í Spainu hér á Estonian. En þá fengum við aðgang að medical spa sem er hér við hliðina í staðinn. Eyddum morgninum þar. Greinilega eldra hús en samt alveg ótrúlega flott. Þar voru mergjaðir heitir pottar og sánur eins og hér af ýmsum toga. Fjölbreytnin í þessu er ótrúleg. Þeir þarna hinu megin hafa það þó framyfir að þarna er tyrkneskt bað. Þegar ég horfði þangað inn þá minnti sýnin mig óneitanlega á selalátur þar sem fólkið flatmagaði á marmaranum.
Fórum á ströndina í dag svona á milli skúra en hér rignir með hléum. Þegar maður veit af fjöldanum sem núna heimsækir Ísland dauðvorkenni ég þjóðum eins og þeim hér þar sem maður sér varla túrista. Hér höfum við varla hitt nokkra aðra en Finna og Eistana sjálfa. Við erum skrýtna fólkið á staðnum - aftur !
Á hótelinu er líka boðið uppá alls konar meðferðir og líkamsrækt og án þess að fara nánar út í það þá brugðum við okkur í body pump tíma núna síðdegis. Til að gera langa sögu stutta þá hefur Lárus endanlega ákveðið að leggja ekkert sem líkist þessu fyrir sig í framtíðinni. Hann var ekkert ofboðslega hrifinn en mér fannst ég komin í tíma til Loreley nema að hennar tímar eru betri :-)
Við erum að verða að sveskjum hérna á þessu hóteli enda liggjum við í bleyti allan daginn og sundfötin ná aldrei að þorna...
No comments:
Post a Comment