Saturday, July 2, 2016

Ef einhver ætlar að gefa mér herragarð viljið þið þá minna mig á að ég ætla að segja - Nei takk! ! !   Hér er Svíinn búinn að gera upp þennan stóra herragarð með góðum styrkjum frá Evrópusambandinu meðal  annars og greinilegt er að það verkefni er endalaust.  Við  erum í nýrri álmu en morgunmatur í aðalbyggingunni sem aldeilis þarf að taka í gegn miðað við mygluna sem var sjáanleg í öllum útveggjum.  Held að margir heima hefðu nú fengið tilfelli ef þeir hefðu séð þetta!   En morgunmaturinn var flottur hjá þeim hjónum.  Aftur lagt á borð fyrir tvo enda við ein á staðnum og kræsingar af öllum mögulegum tegundum lagðar á borð bara fyrir okkur.   Þetta er fallegur herragarður sem mikið er búið að lagfæra en vinnan og verkefnin eru í raun endalaus.  Á veturna þarf að kynda upp með við í átta ofnum á mismunandi stöðum í húsinu bara til að halda því volgu.  Hér þarf að kaupa 80 rúmmetra af eldiviði á ári og það dugar samt ekki til að hafa notalegt.  

Fórum inn í bæ um hádegi, byrjuðum í kjörbúðinni þar sem verðlag er svo asnalega lágt að mann langar helst til að kaupa allt. Kíktum svo miðstöð handverkskvenna sem var yndislega falleg.  Þar sat um tugur kvenna og heklaði blóm af ýmsu tagi á stóran hnött sem settur hafði verið upp í tilefni dagsins. Þarna fékkst allt milli himins og jarðar af hekluðum listmunum en hekl virðist vera þjóðaríþrótt hér.  Hér tíðkast á hátíðum að íbúar opni garða sína og hús og "selji" veitingar.  Bráðsniðugt og ólíkt huggulegra en óhemju gangurinn heima við sem tíðkast til dæmis á Dalvík þar sem hundruðir gesta vaða í gegnum hús og garða til að fá ókeypis súpu.  Við ásamt Pipi Liis  röltum hér á milli heimila þar sem voru opin hús.  Virkilega skemmtilegt og notalegt.  Þarna var víða búið að setja upp heilu veitingastaðina í görðum þar sem fólk gat komið og "keypt" sér veitingar á afar vægu verði.  Grillkjöt, kökur og ís og margt margt annað.  Músík og skemmtilegheit í öllum görðum.  Mikil upplifun :-)   

Síðdegis var Pipi Liis með boð fyrir fyrrverandi bæjarfulltrúa og annað mektarfólk í kúltúrhúsi staðarins.  Við tókum einnig þátt þar enda erum við eins og Skuggi bæjarstjórans hér þessa dagana. 

Í kvöld voru síðan útitónleikar hér niður við vatnið þar sem þjóðlagamúsík var spiluð af miklum móð og allir enduðu síðan dansandi á sviðinu og við líka !   Mesta furða hvað við vorum góð í þessu þjóðlaga hoppi sem hér tíðkast. Flugeldasýning og kertafleyting á vatninu voru síðan hápunktar kvöldsins.  Virkilega gaman. 

Nýjustu fréttir af flugnabitunum um eru aftur á móti þær að ég er að drepast í olnboganum enda eitt svakalega svæsið bit þar á ferð, stokkbólgin. Fjögur önnur eru heldur skárri en samt ansi bólgin.   Ég makaði á mig alls konar illa lyktandi flugnafælum oft í dag og 7.9.13 slapp við ný bit.   

Annars er ég komin á þá skoðun að hugurinn og viljinn sé til miklu meiri stórræða bæði í ferðalögum og öðru héldur en líkaminn leyfir í mínu tilfelli.   Mér finnst það ansi grautfúla .....
Síðdegis var Pipi Liis með boð fyrir fyrrverandi bæjarfulltrúa og annað mektarfólk í kúltúrhúsi staðarins.  Við tókum einnig þátt þar enda erum við eins og Skuggi bæjarstjórans hér þessa dagana. 

Í kvöld voru síðan útitónleikar hér niður við vatnið þar sem þjóðlagamúsík var spiluð af miklum móð og allir enduðu síðan dansandi á sviðinu og við líka !   Mesta furða hvað við vorum góð í þessu þjóðlaga hoppi sem hér tíðkast. Flugeldasýning og kertafleyting á vatninu voru síðan hápunktar kvöldsins.  Virkilega gaman. 

Nýjustu fréttir af flugnabitunum eru aftur á móti þær að ég er að drepast í olnboganum enda eitt svakalega svæsið bit þar á ferð, stokkbólgin. Fjögur önnur eru heldur skárri en samt ansi bólgin.   Ég makaði á mig alls konar illa lyktandi flugnafælum oft í dag og 7.9.13 slapp við ný bit.   

Annars er ég komin á þá skoðun að hugurinn og viljinn sé til miklu meiri stórræða bæði í ferðalögum og öðru héldur en líkaminn leyfir í mínu tilfelli.   Mér finnst það ansi grautfúla .....

Friday, July 1, 2016

Liepupe Manor er málið ef þið eigið leið um Lettland.

Komumst að raun um að við vorum á 5 stjörnu hóteli þegar við fórum í morgunmat í dag.  Lagt á borð fyrir tvo enda vorum við einu gestirnir eins og áður hefur komið fram. Marlene Dietrich á gamaldags grammófóni, Páfagaukar í búri, hugsað um hvert einasta smáatriði og þarna vorum við eins og á Downton Abbey, eini munurinn var að þarna talaði enginn ensku en ég fékk ágætis tækifæri til að sporta þýskuna mína í staðinn.  Þýska virkar nefnilega vel hjá eldri kynslóðinni í þessum löndum.  

Storkahreiður var við hliðina á hótelinu sem við kíktum á og fengum líka að sjá matjurtagarða hótelisins og gRóður hús staðarins.  Af eðlilegum orsökum er það eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á i bili.  Ákváðum að fara í garðaskoðun í bæ sem heitir TUIJA.  ÞAr heimsóttum við gamlan mann sem átti yndislegan garð, alls konar plöntur og einstaklega fallegt, hann reyndi svo mikið að segja okkur hvað allt hét en hann kunni nú ekki einu sinni þýsku...  Því fóru útskýringar hans fyrir lítið.  Í gegnum garðinn hafði hann leitt heilan læk með fossum og flúðum en því miður var hann vatnslaus vegna þurrka í dag.  Garðurinn opnaðist út að þessari líka flottu sandströnd sem hlýtur að vera eftirsóknarvert.

Þaðan fórum við áfram að landamæra bænum Ainazu.  Keyrðum niður að höfn eftir Kristjáns Valdimars götu, svolitið smart það !   Fundum þar sérkennilegar steinhleðslur sem lágu nokkur hundruð metra út í sjó og inní land.  Komumst að því að þetta var hleðsla undir járnbrautarteina frá því á nítjándu öld.  Þarna var enn ein sandströnd in alveg hreint yndisleg.  Volgur sjórinn og svo grunnt að manni fannst sem það mætti ganga til Svíþjóðar.   EN aftur þarna var heldur enginn. Stundum líður manni eins og Palla sem var einn í heiminum hér ...

Þarna liggja landamærin þvert í gegnum þennan bæ svo hús sem eru hlið við hlið við götu lenda í sitt hvor landinu.   Það eru nú lítilfjörlegt að ræða sveitarfélagamörkin við Ölfusið miðað við það  :-)

Keyrðum síðan frá Ainizu gegnum Parnu og upp til TÚri.  Þar fundum við bæinn fljótt og vel enda  elskum við G arminn hans Helga orðið mikið ...   Hér í Túri var ég búin að panta gistingu í tvær nætur á herragarði bæjarins, Tori manor.  Hér var tekið einstaklega vel á móti okkur og merkilegt nokk.- við erum einu gestirnir á hótelinu ! ! !   Gestgjafinn er skipulagsfræðingur sem alinn er upp í Svíþjóð en foreldrar hans voru eistneskir flóttamenn. Hann flutti síðan til Eistlands og hefur verið að gera upp þennan herragarð, virkilega huggulegt.  Ég var reyndar svo vitlaus að segjast kunna sænsku - þannig að nú talar gestgjafinn um allt og ekkert á sænsku sem mér finnst alltaf frekar þreytandi mál - auðvitað er það vegna þess að ég kann ekki sænsku.  Kann norsku og dönsku og skil sænskuna en verð alltaf svo lúin þegar ég þarf að eiga langar samræður á sænsku.

Við fórum síðan inn í bæinn og hittum Piipi-Liis borgarstjórann hér i bænum á alveg einstaklega flottu POP-up  veitingahúsi hér rétt hjá.  Piipi og ég höfum kynnst í gegnum Evrópusamtök sveitarfélaga og margt oft hist erlendis.  Núna er bærinn hennar 90 ára svo við ákváðum að heimsækja hana og fylgjast með hátíðahöldunum.  Eftir kaffihúsið fórum við í Lystigarð þeirra bæjarbúa þar sem voru fleiri pop-up kaffihús og veitingastaðir auk þess sem fjöldi hljómsveita og meira að segja magadans eyjar stigu á stokk.  26 stiga hitti í dag og sól en heldur kólnaði með kvöldinu.  Bitin eru mig lifandi að drepa en ég sýni aðdáunarverða stillingu og klóra þau ekki en ég held að það hafi farið með mig í fyrra...

Thursday, June 30, 2016

Túristarnir eru allir heima á Fróni ...

Þvílík örtröð sem var á Keflavíkur flugvelli í morgun.  Urmull af vélum á vellinum sem annað hvort voru nýkomnar eða við það að fara svo flugstöðin var fáránlega troðfull af fólki.   Mestmegnis útlendingar !
Í Riga var annað uppá teningnum, eyðilegt um að litast á flug hlaðinu, eingöngu vélar frá AirBaltica á vellinum, flugstöðin lítil og þeir sem þar voru voru flestir heimamenn!  Hér verðum við alls ekki vör við ferðamenn eins og heima og hér sjáum við best hversu mikill ferðamannastraumurinn er orðinn til okkar. 

Á flugvellinum fengum við okkur bílaleigubíl og stilltum garmin sem leiddi okkur örugglega út úr Riga og norður á bóginn í átt að landamærunum.  Ég pantaði í fyrradag gistinguna hér í kvöld á einstaklega flottu hóteli sem er eins og lítill herragarður. Virkilega glæsilegt en húsið þykir eitt það al fallegasta í Lettlandi og hönnunin er alveg hreint meiriháttar í gömlum stíl.   Heitir Liepupe manor !   Í kvöld fóru við niður að ströndinni og til að komast þangað urðum við að fara í gegnum skóginn. Þar fundu moskítóflugur mig og bitu ansi kröftuglega.  En nú mundi ég ráðin hennar Unnar, fór strax og tók ofnæmistöflur og bar á mig ofnæmiskrem og viti menn ég held bara að bitin séu strax að hjaðna - takk Unnur ! 

Liepupe Manor er einstaklega glæsilegt hótel - en við erum einu gestirnir sýnist okkur í kvöld ! ! ! 
Svona hótel stæði ekki tómt í einn dag ef það væri heima á Fróni ! 

Verulega flottur matur og Glæsileg umgjörð. 

Á ströndinni ....

Wednesday, June 29, 2016

Ferðalangarnir ....


Þessi skrif eru svo til eingöngu ætluð okkur sjálfum til að við getum rifjað upp það sem á dagana okkar mun drífa í Eistlandi og Lettlandi í júlí 2016.

Við eigum ekki von á að lenda í viðlíka hremmingum og á síðasta ári enda bæði árinu eldri og reyndari.  Nú verður ekki setið út í skógi á kvöldin með öllu mýinu eða ekið án öryggisbeltis á ofsahraða eftir aðalgötunum.  Nei við erum á leíðinni til Eistlands og Lettlands án þess að vera búin að skoða svo mikið sem eina blaðsíðu í ferðahandbók.  Spurning hvað er að skoða og hvað er að sjá og hvar við munum enda...

Spennandi - svo fylgist endilega með :-)