Saturday, July 2, 2016

Ef einhver ætlar að gefa mér herragarð viljið þið þá minna mig á að ég ætla að segja - Nei takk! ! !   Hér er Svíinn búinn að gera upp þennan stóra herragarð með góðum styrkjum frá Evrópusambandinu meðal  annars og greinilegt er að það verkefni er endalaust.  Við  erum í nýrri álmu en morgunmatur í aðalbyggingunni sem aldeilis þarf að taka í gegn miðað við mygluna sem var sjáanleg í öllum útveggjum.  Held að margir heima hefðu nú fengið tilfelli ef þeir hefðu séð þetta!   En morgunmaturinn var flottur hjá þeim hjónum.  Aftur lagt á borð fyrir tvo enda við ein á staðnum og kræsingar af öllum mögulegum tegundum lagðar á borð bara fyrir okkur.   Þetta er fallegur herragarður sem mikið er búið að lagfæra en vinnan og verkefnin eru í raun endalaus.  Á veturna þarf að kynda upp með við í átta ofnum á mismunandi stöðum í húsinu bara til að halda því volgu.  Hér þarf að kaupa 80 rúmmetra af eldiviði á ári og það dugar samt ekki til að hafa notalegt.  

Fórum inn í bæ um hádegi, byrjuðum í kjörbúðinni þar sem verðlag er svo asnalega lágt að mann langar helst til að kaupa allt. Kíktum svo miðstöð handverkskvenna sem var yndislega falleg.  Þar sat um tugur kvenna og heklaði blóm af ýmsu tagi á stóran hnött sem settur hafði verið upp í tilefni dagsins. Þarna fékkst allt milli himins og jarðar af hekluðum listmunum en hekl virðist vera þjóðaríþrótt hér.  Hér tíðkast á hátíðum að íbúar opni garða sína og hús og "selji" veitingar.  Bráðsniðugt og ólíkt huggulegra en óhemju gangurinn heima við sem tíðkast til dæmis á Dalvík þar sem hundruðir gesta vaða í gegnum hús og garða til að fá ókeypis súpu.  Við ásamt Pipi Liis  röltum hér á milli heimila þar sem voru opin hús.  Virkilega skemmtilegt og notalegt.  Þarna var víða búið að setja upp heilu veitingastaðina í görðum þar sem fólk gat komið og "keypt" sér veitingar á afar vægu verði.  Grillkjöt, kökur og ís og margt margt annað.  Músík og skemmtilegheit í öllum görðum.  Mikil upplifun :-)   

Síðdegis var Pipi Liis með boð fyrir fyrrverandi bæjarfulltrúa og annað mektarfólk í kúltúrhúsi staðarins.  Við tókum einnig þátt þar enda erum við eins og Skuggi bæjarstjórans hér þessa dagana. 

Í kvöld voru síðan útitónleikar hér niður við vatnið þar sem þjóðlagamúsík var spiluð af miklum móð og allir enduðu síðan dansandi á sviðinu og við líka !   Mesta furða hvað við vorum góð í þessu þjóðlaga hoppi sem hér tíðkast. Flugeldasýning og kertafleyting á vatninu voru síðan hápunktar kvöldsins.  Virkilega gaman. 

Nýjustu fréttir af flugnabitunum um eru aftur á móti þær að ég er að drepast í olnboganum enda eitt svakalega svæsið bit þar á ferð, stokkbólgin. Fjögur önnur eru heldur skárri en samt ansi bólgin.   Ég makaði á mig alls konar illa lyktandi flugnafælum oft í dag og 7.9.13 slapp við ný bit.   

Annars er ég komin á þá skoðun að hugurinn og viljinn sé til miklu meiri stórræða bæði í ferðalögum og öðru héldur en líkaminn leyfir í mínu tilfelli.   Mér finnst það ansi grautfúla .....
Síðdegis var Pipi Liis með boð fyrir fyrrverandi bæjarfulltrúa og annað mektarfólk í kúltúrhúsi staðarins.  Við tókum einnig þátt þar enda erum við eins og Skuggi bæjarstjórans hér þessa dagana. 

Í kvöld voru síðan útitónleikar hér niður við vatnið þar sem þjóðlagamúsík var spiluð af miklum móð og allir enduðu síðan dansandi á sviðinu og við líka !   Mesta furða hvað við vorum góð í þessu þjóðlaga hoppi sem hér tíðkast. Flugeldasýning og kertafleyting á vatninu voru síðan hápunktar kvöldsins.  Virkilega gaman. 

Nýjustu fréttir af flugnabitunum eru aftur á móti þær að ég er að drepast í olnboganum enda eitt svakalega svæsið bit þar á ferð, stokkbólgin. Fjögur önnur eru heldur skárri en samt ansi bólgin.   Ég makaði á mig alls konar illa lyktandi flugnafælum oft í dag og 7.9.13 slapp við ný bit.   

Annars er ég komin á þá skoðun að hugurinn og viljinn sé til miklu meiri stórræða bæði í ferðalögum og öðru héldur en líkaminn leyfir í mínu tilfelli.   Mér finnst það ansi grautfúla .....

No comments:

Post a Comment