Friday, July 1, 2016

Liepupe Manor er málið ef þið eigið leið um Lettland.

Komumst að raun um að við vorum á 5 stjörnu hóteli þegar við fórum í morgunmat í dag.  Lagt á borð fyrir tvo enda vorum við einu gestirnir eins og áður hefur komið fram. Marlene Dietrich á gamaldags grammófóni, Páfagaukar í búri, hugsað um hvert einasta smáatriði og þarna vorum við eins og á Downton Abbey, eini munurinn var að þarna talaði enginn ensku en ég fékk ágætis tækifæri til að sporta þýskuna mína í staðinn.  Þýska virkar nefnilega vel hjá eldri kynslóðinni í þessum löndum.  

Storkahreiður var við hliðina á hótelinu sem við kíktum á og fengum líka að sjá matjurtagarða hótelisins og gRóður hús staðarins.  Af eðlilegum orsökum er það eitthvað sem ég hef mikinn áhuga á i bili.  Ákváðum að fara í garðaskoðun í bæ sem heitir TUIJA.  ÞAr heimsóttum við gamlan mann sem átti yndislegan garð, alls konar plöntur og einstaklega fallegt, hann reyndi svo mikið að segja okkur hvað allt hét en hann kunni nú ekki einu sinni þýsku...  Því fóru útskýringar hans fyrir lítið.  Í gegnum garðinn hafði hann leitt heilan læk með fossum og flúðum en því miður var hann vatnslaus vegna þurrka í dag.  Garðurinn opnaðist út að þessari líka flottu sandströnd sem hlýtur að vera eftirsóknarvert.

Þaðan fórum við áfram að landamæra bænum Ainazu.  Keyrðum niður að höfn eftir Kristjáns Valdimars götu, svolitið smart það !   Fundum þar sérkennilegar steinhleðslur sem lágu nokkur hundruð metra út í sjó og inní land.  Komumst að því að þetta var hleðsla undir járnbrautarteina frá því á nítjándu öld.  Þarna var enn ein sandströnd in alveg hreint yndisleg.  Volgur sjórinn og svo grunnt að manni fannst sem það mætti ganga til Svíþjóðar.   EN aftur þarna var heldur enginn. Stundum líður manni eins og Palla sem var einn í heiminum hér ...

Þarna liggja landamærin þvert í gegnum þennan bæ svo hús sem eru hlið við hlið við götu lenda í sitt hvor landinu.   Það eru nú lítilfjörlegt að ræða sveitarfélagamörkin við Ölfusið miðað við það  :-)

Keyrðum síðan frá Ainizu gegnum Parnu og upp til TÚri.  Þar fundum við bæinn fljótt og vel enda  elskum við G arminn hans Helga orðið mikið ...   Hér í Túri var ég búin að panta gistingu í tvær nætur á herragarði bæjarins, Tori manor.  Hér var tekið einstaklega vel á móti okkur og merkilegt nokk.- við erum einu gestirnir á hótelinu ! ! !   Gestgjafinn er skipulagsfræðingur sem alinn er upp í Svíþjóð en foreldrar hans voru eistneskir flóttamenn. Hann flutti síðan til Eistlands og hefur verið að gera upp þennan herragarð, virkilega huggulegt.  Ég var reyndar svo vitlaus að segjast kunna sænsku - þannig að nú talar gestgjafinn um allt og ekkert á sænsku sem mér finnst alltaf frekar þreytandi mál - auðvitað er það vegna þess að ég kann ekki sænsku.  Kann norsku og dönsku og skil sænskuna en verð alltaf svo lúin þegar ég þarf að eiga langar samræður á sænsku.

Við fórum síðan inn í bæinn og hittum Piipi-Liis borgarstjórann hér i bænum á alveg einstaklega flottu POP-up  veitingahúsi hér rétt hjá.  Piipi og ég höfum kynnst í gegnum Evrópusamtök sveitarfélaga og margt oft hist erlendis.  Núna er bærinn hennar 90 ára svo við ákváðum að heimsækja hana og fylgjast með hátíðahöldunum.  Eftir kaffihúsið fórum við í Lystigarð þeirra bæjarbúa þar sem voru fleiri pop-up kaffihús og veitingastaðir auk þess sem fjöldi hljómsveita og meira að segja magadans eyjar stigu á stokk.  26 stiga hitti í dag og sól en heldur kólnaði með kvöldinu.  Bitin eru mig lifandi að drepa en ég sýni aðdáunarverða stillingu og klóra þau ekki en ég held að það hafi farið með mig í fyrra...

No comments:

Post a Comment