Thursday, June 30, 2016

Túristarnir eru allir heima á Fróni ...

Þvílík örtröð sem var á Keflavíkur flugvelli í morgun.  Urmull af vélum á vellinum sem annað hvort voru nýkomnar eða við það að fara svo flugstöðin var fáránlega troðfull af fólki.   Mestmegnis útlendingar !
Í Riga var annað uppá teningnum, eyðilegt um að litast á flug hlaðinu, eingöngu vélar frá AirBaltica á vellinum, flugstöðin lítil og þeir sem þar voru voru flestir heimamenn!  Hér verðum við alls ekki vör við ferðamenn eins og heima og hér sjáum við best hversu mikill ferðamannastraumurinn er orðinn til okkar. 

Á flugvellinum fengum við okkur bílaleigubíl og stilltum garmin sem leiddi okkur örugglega út úr Riga og norður á bóginn í átt að landamærunum.  Ég pantaði í fyrradag gistinguna hér í kvöld á einstaklega flottu hóteli sem er eins og lítill herragarður. Virkilega glæsilegt en húsið þykir eitt það al fallegasta í Lettlandi og hönnunin er alveg hreint meiriháttar í gömlum stíl.   Heitir Liepupe manor !   Í kvöld fóru við niður að ströndinni og til að komast þangað urðum við að fara í gegnum skóginn. Þar fundu moskítóflugur mig og bitu ansi kröftuglega.  En nú mundi ég ráðin hennar Unnar, fór strax og tók ofnæmistöflur og bar á mig ofnæmiskrem og viti menn ég held bara að bitin séu strax að hjaðna - takk Unnur ! 

Liepupe Manor er einstaklega glæsilegt hótel - en við erum einu gestirnir sýnist okkur í kvöld ! ! ! 
Svona hótel stæði ekki tómt í einn dag ef það væri heima á Fróni ! 

Verulega flottur matur og Glæsileg umgjörð. 

Á ströndinni ....

No comments:

Post a Comment