Tuesday, July 12, 2016



Síðasti dagurinn í Riga og heimferð á morgun.  Á öllum okkar ferðum höfum við fyrir löngu lært það að 2 nætur í borgum fyrrum austantjaldríkjanna er yfirleitt alveg passlega.  Höfum stundum haldið að það væri sniðugt að vera lengur en það hefur aldrei virkað.  Vorum til dæmis 3 nætur í Sarajevo og Ljubljana og það var akkúrat einni nótt of langt...  

En Riga er falleg borg með líflegan miðbæ þar sem er gaman að ráfa um og skoða hús, veitingastaði og búðir.  Í dag fórum vð samt aðeins út fyrir borgina í Lettlenska Ethnografica Musea.  Þetta er þeirra Árbæjarsafn nema á 80 hektörum lands.  Það var svo fínt veður hér í sagt að það var nú bara nauðsynlegt að komast aðeins út úr miðbænum.  Safnið er í skógi og bæði fíðfemt og fróðlegt.  Þarna röltum við um skógar lundina mestmegnis í sólbaði.  Húsakostur Letta hefur greinilega í gegnum aldir verið afar einhæfur og frekar litlaus.  En samt sem áður miklu miklu glæsilegri heldur en það sem við Íslendingar kúldruðumst í í gegnum aldirnar.  Hér er auðvitað endalaust byggingarefni í skóginum og það sést vel á byggingarstílnum, grindverkum og fleiru.  Þarna var verið að skipta um það á gríðarstóru húsi, greinilega mikil framkvæmd - greidd með Euromoney - nema hvað ! 



Síðdegis keyrðum við aftur inn í borgina en Lárus var búinn að panta klippingu og rakstur.  Hann hefur það sem alveg furðulegan sið að fara í klippingu í hverju landi sem við komum til.  Núna var hann hálf kyndugur þegar hann kom til baka en hann hefur ekki í mínu minni verið svona snöggklipptur áður.  Held að þeir hafi ekki alveg verið með mælieiningarnar á hreinu þegar klipparinn spurði hvaða lengd hann vildi...  3 mm er ekki mjög mikið - sérstaklega ekki þegar við erum að tala um hár...

Ég naut mín aftur á móti vel alein á rölti um miðborgina á meðan.  
Borðuðum á skemmtilegum miðalda veitingastað í kvöld og svo var pakkað niður enda er flug heim snemma í fyrramálið










No comments:

Post a Comment