Þessi skrif eru svo til eingöngu ætluð okkur sjálfum til að við getum rifjað upp það sem á dagana okkar mun drífa í Eistlandi og Lettlandi í júlí 2016.
Við eigum ekki von á að lenda í viðlíka hremmingum og á síðasta ári enda bæði árinu eldri og reyndari. Nú verður ekki setið út í skógi á kvöldin með öllu mýinu eða ekið án öryggisbeltis á ofsahraða eftir aðalgötunum. Nei við erum á leíðinni til Eistlands og Lettlands án þess að vera búin að skoða svo mikið sem eina blaðsíðu í ferðahandbók. Spurning hvað er að skoða og hvað er að sjá og hvar við munum enda...
Spennandi - svo fylgist endilega með :-)
No comments:
Post a Comment